Sol Bamba látinn aðeins 39 ára Smári Jökull Jónsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. september 2024 07:39 Sol Bamba í leik með Middlesbrough árið 2022. Vísir/Getty Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sol Bamba er látinn aðeins 39 ára að aldri eftir að hafa veikst skyndilega á föstudag. Hann á að baki feril í ensku úrvalsdeildinni með Leicester, Leeds og Cardiff. Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“ Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01