Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn Óskarsson og Sverrir Ingi Ingason voru þeir einu sem komu við sögu hjá sínum félögum. getty Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld. Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17
Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30