„Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:49 Pétur Pétursson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er alltaf jafn sætt. Síðasti titillinn er alltaf bestur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira