„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2024 12:08 Jökull Elísabetarson ásamt þjálfarateymi sínu. vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira