Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:27 Albin Skoglund er þegar orðinn löglegur með Valsmönnum en hann spilar nú í fyrsta sinn utan Svíþjóðar. Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið. Besta deild karla Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið.
Besta deild karla Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira