Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:41 Einhverjir leikmenn Fylkis hafa verið beðnir um að bíða með launagreiðslur. Vísir/Anton Brink Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira