Halla fann efnið í New York Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 14:30 Halla við komu á Bessastaði þar sem hún hélt sitt fyrsta Bessastaðateiti. vísir/rax Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“ Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“
Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira