Alfreð Finnbogason ráðinn til starfa hjá Breiðabliki Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:42 Alfreð Finnbogason mun sinna starfinu samhliða atvinnumennskunni. Sebastian Widmann/Bongarts/Getty Images Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ferill hans sem atvinnumaður verður enn í forgangi en það mun breytast eftir aðstæðum. Þetta tilkynnti Breiðablik rétt áðan, í yfirlýsingunni segir: Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar. Hann mun vinna náið með þjálfurum meistaraflokka félagsins og öðru starfsfólki við að halda áfram að byggja upp og efla enn frekar starfið hjá einni öflugustu knattspyrnudeild á Íslandi með árangursmiðuðum hætti. Alfreð mun vera í ráðgjafar hlutverki, samhliða því að spila sem atvinnumaður í Evrópu. Það mun svo breytast og þróast eftir aðstæðum. Alfreð sést hér hægra megin á myndinni fagna Íslandsmeistaratitlinum 2010. breidablik.isAlfreð heldur á titlinum með Kristni Steindórssyni.breidablik.is Fótboltaferillinn áfram forgangsatriði „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ segir Alfreð. Hann er uppalinn hjá félaginu og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta. Alls spilaði hann 67 leiki á árunum 2008-10, varð bikarmeistari 2009 og kvaddi félagið sem Íslandsmeistari 2010. Síðan hefur hann víða komið við á fjórtán ára löngum atvinnumannaferli og er í dag leikmaður Eupen í Belgíu. ,,Við erum afar stolt og spennt að Alfreð sé að koma til liðs við okkur hjá Breiðabliki, en þessi frábæra viðbót, er hluti af af þeirri endurskipulagningu og stefnumótun sem verið hefur og er í gangi hjá okkur. Við vitum að þekking hans og reynsla mun nýtast félaginu afar vel nú og á komandi árum, hlökkum til samstarfsins og bjóðum Alfreð hjartanlega velkominn aftur í Breiðablik“ segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þetta tilkynnti Breiðablik rétt áðan, í yfirlýsingunni segir: Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar. Hann mun vinna náið með þjálfurum meistaraflokka félagsins og öðru starfsfólki við að halda áfram að byggja upp og efla enn frekar starfið hjá einni öflugustu knattspyrnudeild á Íslandi með árangursmiðuðum hætti. Alfreð mun vera í ráðgjafar hlutverki, samhliða því að spila sem atvinnumaður í Evrópu. Það mun svo breytast og þróast eftir aðstæðum. Alfreð sést hér hægra megin á myndinni fagna Íslandsmeistaratitlinum 2010. breidablik.isAlfreð heldur á titlinum með Kristni Steindórssyni.breidablik.is Fótboltaferillinn áfram forgangsatriði „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ segir Alfreð. Hann er uppalinn hjá félaginu og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta. Alls spilaði hann 67 leiki á árunum 2008-10, varð bikarmeistari 2009 og kvaddi félagið sem Íslandsmeistari 2010. Síðan hefur hann víða komið við á fjórtán ára löngum atvinnumannaferli og er í dag leikmaður Eupen í Belgíu. ,,Við erum afar stolt og spennt að Alfreð sé að koma til liðs við okkur hjá Breiðabliki, en þessi frábæra viðbót, er hluti af af þeirri endurskipulagningu og stefnumótun sem verið hefur og er í gangi hjá okkur. Við vitum að þekking hans og reynsla mun nýtast félaginu afar vel nú og á komandi árum, hlökkum til samstarfsins og bjóðum Alfreð hjartanlega velkominn aftur í Breiðablik“ segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira