„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 21:23 John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður með sínar konur í kvöld og hrósaði líka gestaliðinu glatt. Vísir/Diego „Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld. Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira