Hass, rokk og hóstasaft Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 14:36 „Mankind is unkind, man.“ Weedeater leika alla sína helstu slagara á sunnudagskvöld. Scott Kinkade Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira