Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 11:30 Orri Steinn Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. „Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
„Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira