„Þetta var augljóslega slys“ Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júlí 2024 16:02 Alec Baldwin knúsar Alex Spiro, lögmann sinn, eftir að dómarinn tilkynnti að málinu væri vísað frá. EPA/RAMSAY DE GIVE Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira