Stefán Teitur seldur til Preston Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 14:18 Stefán Teitur Þórðarson er orðinn leikmaður Preston. Hér er hann á ferðinni gegn Hollandi í síðasta mánuði, í 20. A-landsleik sínum. Getty/Jose Breton Enska knattspyrnufélagið Preston North End tilkynnti í dag um kaup á Skagamanninum eftirsótta Stefáni Teiti Þórðarsyni, frá danska félaginu Silkeborg. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari. Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari.
Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira