Nistelrooy snúinn aftur á Old Trafford eftir átján ára fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 16:30 Ruud van Nistelrooy raðaði inn mörkum fyrir Manchester United á sínum tíma. Tom Purslow/Manchester United via Getty Images Ruud van Nistelrooy hóf í dag störf sem aðstoðarþjálfari Manchester United, átján árum eftir að hann yfirgaf félagið sem leikmaður. Nistelrooy lék á sínum tíma með United í ensku úrvalsdeildinni og raðaði inn mörkum fyrir liðið. Á fimm ára tímabili lék hann 150 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim 95 mörk. Alls lék hann 219 leiki í öllum keppnum fyrir United, skoraði 150 mörk og vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn. Hann gekk svo til liðs við Real Madrid árið 2006 áður en hann lagði skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hamburger SV í Þýskalandi og síðar Málaga á Spáni. Nokkrum árum eftir leikmannaferilinn snéri Nistelrooy sér að þjálfun og hefur hann þjálfað 19 ára lið PSV, Jong PSV og síðast aðallið félagsins. Hann var orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Burnley, en ákvað frekar að snúa aftur til Manchester United þar sem hann verður Erik ten Hag til aðstoðar. Nistelrooy var mættur á æfingasvæði United í dag til að taka þátt í fyrsta degi nýs undirbúningstímabils. United hefur þó ekki opinberlega kynnt endurkomu Nistelrooy til félagsins, enda bíður félagið enn eftir því hann fái samþykkt atvinnuleyfi. Ásamt Nistelrooy mun Hollendingurinn Rene Hake taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara, en hann vann með Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Hake kemur til félagsins frá GO Ahead Eagles þar sem hann var þjálfari íslenska landsliðsmannsins Willums Þórs Willumssonar. Enski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Nistelrooy lék á sínum tíma með United í ensku úrvalsdeildinni og raðaði inn mörkum fyrir liðið. Á fimm ára tímabili lék hann 150 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim 95 mörk. Alls lék hann 219 leiki í öllum keppnum fyrir United, skoraði 150 mörk og vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn. Hann gekk svo til liðs við Real Madrid árið 2006 áður en hann lagði skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hamburger SV í Þýskalandi og síðar Málaga á Spáni. Nokkrum árum eftir leikmannaferilinn snéri Nistelrooy sér að þjálfun og hefur hann þjálfað 19 ára lið PSV, Jong PSV og síðast aðallið félagsins. Hann var orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Burnley, en ákvað frekar að snúa aftur til Manchester United þar sem hann verður Erik ten Hag til aðstoðar. Nistelrooy var mættur á æfingasvæði United í dag til að taka þátt í fyrsta degi nýs undirbúningstímabils. United hefur þó ekki opinberlega kynnt endurkomu Nistelrooy til félagsins, enda bíður félagið enn eftir því hann fái samþykkt atvinnuleyfi. Ásamt Nistelrooy mun Hollendingurinn Rene Hake taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara, en hann vann með Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Hake kemur til félagsins frá GO Ahead Eagles þar sem hann var þjálfari íslenska landsliðsmannsins Willums Þórs Willumssonar.
Enski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira