„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 20:30 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira