Getur varla lesið Sjálfstætt fólk lengur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 15:41 Margir taka undir með Einari Kárasyni og segjast eiga erfitt með lestur bókarinnar. Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn Einar Kárason segir það reyna frekar á hann í seinni tíð að lesa Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Mögulega sé hækkandi aldri um að kenna. Hann hallast enn frekar að því en áður að bókin sé með undarlegum hætti ástarsaga Bjarts og Ástu Sólilju. Einar er aðdáandi bókarinnar eins og fleiri og segist í færslu á Facebook hafa dregið bókina úr hillu og tekið til við lestur. „En nú bregður svo við að ég get varla almennilega lesið þetta snilldarverk lengur, og það er vegna þess hve sagan er hræðilega grimm og miskunnarlaus við Ástu Sóllilju. Hafandi eignast og alið upp margar litlar stúlkur þá get ég hreinlega ekki afborið að lesa hvað þessu barni eru menn og örlög grimm.“ Sjálfstætt fólk var gefin út í tveimur bindum um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Hún er talin eiga að gerast á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Hún fjallar í grófum dráttum um bóndann Bjart í Sumarhúsum og fjölskyldu hans, sér í lagi Ástu Sólilju sem elst upp á bænum móðurlaus eftir að Rósa móðir hennar lætur lífið af barnsförum. „Ásta Sóllilja, þegar að er gáð, er ekkert síður aðalpersóna bókarinnar en Bjartur; sagan hefst með henni og lýkur sömuleiðis – hún er sú sem örlögin snúast um. Ég hef áður skrifað, og uppskorið efasemdir um, að bókin sé á einhvern undarlegan hátt ástarsaga Bjarts og Ástu. Bjartur sýnir aldrei af sér vott af tilfinningasemi; ekki gagnvart eiginkonum sínum tveimur sem þó drepast á hryggilegan hátt um hans daga, og heldur aldrei ástríki gagnvart sonum sínum. Hann „skussast með þá niður á Fjörð“ þegar þeir ákveða að yfirgefa hann og hans tilveru fyrir fullt og allt, og er tilbúinn til að gleyma þeim æ síðan; hann saknar aldrei neins. Þegar hann gengur fram á hræ elsta sonarins, sem varð úti í hans landareign, þá kastar hans vettlingi að líkinu, eftir gamalli siðvenju; þar með er því lokið. En hann dýrkar Ástu Sóllilju, hún er hans „lífsblóm.“ Og markmið hans og draumur í lífinu er að byggja yfir hana hús. Lífsblómið sitt,“ segir Einar. Það sé morgunljóst fyrir Bjarti og öðrum, og í raun aldrei neinn vafi á því í sögunni, að Ásta Sólilja sé ekkert skyld honum. „Og það er á fleiri en einum stað gefið í skyn í bókinni, eftir að hún er að komast á fullorðisaldur, að ást hans er að einhverju leyti af erótískum toga. Kannski er hún líka hans herfang; það sem hann tók með sér úr stórbúi Rauðsmýringa, sem kúguðu hann og féflettu í áratugi. Hún á að verða konan í hans fína nýbyggða draumahúsi, án þess að það hafi verið úthugsað af hans hálfu eða sett í þjóðfélagslegt samhengi að hún yrði hans kona eða neitt slíkt. Enda gerist ekkert þeirra á milli, þótt tæpt hafi staðið í kaupstaðarferð.“ Þegar kennaraflagarinn nauðgi Ástu Sóllilju bregðist Bjartur ekki við eins og faðir heldur eins og kokkálaður maður. „Hann brjálast út í hana, en ekki nauðgarann. En hafandi rekið hana grimmilega af höndum sér, þá er hún samt sú eina sem hann saknar í lífinu. Yrkir til fallegar vísur, reynir að koma á sáttum. Þótt of seint sé; hún í bókarlok dauðvona af berklum eftir kennaraflagarann, búin að vera. Eins og hann sjálfur, og allt það fólk.“ Fjölmargir bókmenntarýnendur taka undir með Einari. Þeirra á meðal Silja Aðalsteinsdóttir sem segir „eins og talað úr mínum hug og hjarta“. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
Einar er aðdáandi bókarinnar eins og fleiri og segist í færslu á Facebook hafa dregið bókina úr hillu og tekið til við lestur. „En nú bregður svo við að ég get varla almennilega lesið þetta snilldarverk lengur, og það er vegna þess hve sagan er hræðilega grimm og miskunnarlaus við Ástu Sóllilju. Hafandi eignast og alið upp margar litlar stúlkur þá get ég hreinlega ekki afborið að lesa hvað þessu barni eru menn og örlög grimm.“ Sjálfstætt fólk var gefin út í tveimur bindum um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Hún er talin eiga að gerast á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Hún fjallar í grófum dráttum um bóndann Bjart í Sumarhúsum og fjölskyldu hans, sér í lagi Ástu Sólilju sem elst upp á bænum móðurlaus eftir að Rósa móðir hennar lætur lífið af barnsförum. „Ásta Sóllilja, þegar að er gáð, er ekkert síður aðalpersóna bókarinnar en Bjartur; sagan hefst með henni og lýkur sömuleiðis – hún er sú sem örlögin snúast um. Ég hef áður skrifað, og uppskorið efasemdir um, að bókin sé á einhvern undarlegan hátt ástarsaga Bjarts og Ástu. Bjartur sýnir aldrei af sér vott af tilfinningasemi; ekki gagnvart eiginkonum sínum tveimur sem þó drepast á hryggilegan hátt um hans daga, og heldur aldrei ástríki gagnvart sonum sínum. Hann „skussast með þá niður á Fjörð“ þegar þeir ákveða að yfirgefa hann og hans tilveru fyrir fullt og allt, og er tilbúinn til að gleyma þeim æ síðan; hann saknar aldrei neins. Þegar hann gengur fram á hræ elsta sonarins, sem varð úti í hans landareign, þá kastar hans vettlingi að líkinu, eftir gamalli siðvenju; þar með er því lokið. En hann dýrkar Ástu Sóllilju, hún er hans „lífsblóm.“ Og markmið hans og draumur í lífinu er að byggja yfir hana hús. Lífsblómið sitt,“ segir Einar. Það sé morgunljóst fyrir Bjarti og öðrum, og í raun aldrei neinn vafi á því í sögunni, að Ásta Sólilja sé ekkert skyld honum. „Og það er á fleiri en einum stað gefið í skyn í bókinni, eftir að hún er að komast á fullorðisaldur, að ást hans er að einhverju leyti af erótískum toga. Kannski er hún líka hans herfang; það sem hann tók með sér úr stórbúi Rauðsmýringa, sem kúguðu hann og féflettu í áratugi. Hún á að verða konan í hans fína nýbyggða draumahúsi, án þess að það hafi verið úthugsað af hans hálfu eða sett í þjóðfélagslegt samhengi að hún yrði hans kona eða neitt slíkt. Enda gerist ekkert þeirra á milli, þótt tæpt hafi staðið í kaupstaðarferð.“ Þegar kennaraflagarinn nauðgi Ástu Sóllilju bregðist Bjartur ekki við eins og faðir heldur eins og kokkálaður maður. „Hann brjálast út í hana, en ekki nauðgarann. En hafandi rekið hana grimmilega af höndum sér, þá er hún samt sú eina sem hann saknar í lífinu. Yrkir til fallegar vísur, reynir að koma á sáttum. Þótt of seint sé; hún í bókarlok dauðvona af berklum eftir kennaraflagarann, búin að vera. Eins og hann sjálfur, og allt það fólk.“ Fjölmargir bókmenntarýnendur taka undir með Einari. Þeirra á meðal Silja Aðalsteinsdóttir sem segir „eins og talað úr mínum hug og hjarta“.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira