Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 12:00 Belgíski dómarinn Wesli De Cremer hefur hér farið í skjáinn. Getty/Isosport/ Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar. „Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR
Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira