Albert ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 10:51 Age Hareide valdi hóp fyrir leikina við Holland og England í dag. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira