Gamli Íslandsvinurinn kraftaverkamaður í Mainz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:00 Bo Henriksen fagnar eftitr sigur Mainz um helgina en liðið hélt sæti sínu í deildinni þökk sé frábæru gengi eftir að hann tók við. Getty/Selim Sudheimer Það muna eflaust einhverjir eftir Bomber Bo, Dananum Bo Henriksen, sem spilaði með þremur íslenskum félögum á árunum 2005 til 2006. Nú er kappinn að gera góða hluti sem þjálfari og er kallaður kraftaverkamaður í Mainz. Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti