Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 22:47 Matthijs de Ligt og Thomas Müller kvarta við Szymon Marciniak, dómara leiks Real Madrid og Bayern München. getty/Alexander Hassenstein Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira