Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, er brattur fyrir HM en áhyggjurnar virðast miklar á meðal skipulagsaðila í bandarískum borgum sem halda mótið. Getty 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér. HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér.
HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira