Sería A örugg með fimm Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Christian Pulisic fagnar marki með AC Milan en ítölsku félögin voru duglega að safna stigum í Evrópu á leiktíðinni. Getty/Giuseppe Cottini Ítalir fögnuðu ekki aðeins því í gær að Atalanta, Roma og Fiorentina komust áfram í undanúrslit Evrópukeppnanna. Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira