„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2024 14:28 Forsetahjónin veittu verðlaun fyrir heimildamynd ársins á Eddunni í gær. Þetta var í síðasta sinn í forsetatíð Guðna sem þau veita verðlaunin. Skjáskot/Rúv Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. „Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
„Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09
Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31