„Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir studd af velli í Aachen í síðustu viku, eftir að hafa slitið tvö liðbönd í öxl. Getty/Marco Steinbrenner Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira