Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:01 Kim ásamt syni sínum Finni á Playa del Duque ströndinni á Tenerife. Blik „Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu. „Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik
Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira