Bubbi er bílakrotarinn Blanksy Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 23:37 Gummi Kíró og Hjálmar Örn uðru meðal annarra fyrir barðinu á kroti huldulistamannsins Blanksy. ÖBÍ Huldulistamaðurinn Blanksy svipti af sér hulunni í kvöld eftir að hafa krotað skilaboð á auglýsingaskilti, eignir áhrifavalda og ýmislegt fleira undanfarna daga. Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryrkjabandalagi Íslands, sem standa að baki gjörningnum. Tilgangur hans er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi og krefjast löngu tímabærra umbóta. Athygli vakti á dögunum þegar áhrifavaldarnir Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannsson og Eggert Unnar sögðu frá því á TikTok að krotað hefði verið á bíla þeirra. Orðin Blanksy og „68%“ höfðu verið skrifuð á bíla þeirra. @gummikiro Ef einhver veit hver Blanksy er eða hvað 68% þýðir má endilega láta mig vita original sound - Gummi Kíró Þeir Eggert Unnar og Natan Berg hétu hverjum þeim sem getur sagt þeim hver Blanksy er möguleika á að vinna 100.000 krónur og er óhætt að segja að mikill fjöldi hafi sett fram ágiskanir eða jafnvel ásakanir í kommentakerfunum. Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, var á meðal þeirra sem töldu sig vita hver Blanksy var. Hann var viss um að Jón Gnarr forsetaframbjóðandi væri huldulistamaðurinn, en svo reyndist ekki vera. @prettyboitjokkoo #stitch with @Natan Berg original sound - PATRi!K Því til viðbótar vakti mikla athygli og umtal að auglýsingar frá meðal annars Bestu deildinni og Pizzunni voru útkrotaðar á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Þar mátti sjá nafn Blanksy krotað auk tölunnar „68%“. „Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði og algjörlega ólíðandi,“ segir í fréttatilkynningunni. Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. 16. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryrkjabandalagi Íslands, sem standa að baki gjörningnum. Tilgangur hans er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi og krefjast löngu tímabærra umbóta. Athygli vakti á dögunum þegar áhrifavaldarnir Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannsson og Eggert Unnar sögðu frá því á TikTok að krotað hefði verið á bíla þeirra. Orðin Blanksy og „68%“ höfðu verið skrifuð á bíla þeirra. @gummikiro Ef einhver veit hver Blanksy er eða hvað 68% þýðir má endilega láta mig vita original sound - Gummi Kíró Þeir Eggert Unnar og Natan Berg hétu hverjum þeim sem getur sagt þeim hver Blanksy er möguleika á að vinna 100.000 krónur og er óhætt að segja að mikill fjöldi hafi sett fram ágiskanir eða jafnvel ásakanir í kommentakerfunum. Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, var á meðal þeirra sem töldu sig vita hver Blanksy var. Hann var viss um að Jón Gnarr forsetaframbjóðandi væri huldulistamaðurinn, en svo reyndist ekki vera. @prettyboitjokkoo #stitch with @Natan Berg original sound - PATRi!K Því til viðbótar vakti mikla athygli og umtal að auglýsingar frá meðal annars Bestu deildinni og Pizzunni voru útkrotaðar á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Þar mátti sjá nafn Blanksy krotað auk tölunnar „68%“. „Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði og algjörlega ólíðandi,“ segir í fréttatilkynningunni.
Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. 16. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. 16. nóvember 2023 15:54