Fjandinn laus þegar málshættina vantar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 21:26 Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Aðsend Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum. Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón. Páskar Sælgæti Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón.
Páskar Sælgæti Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira