Drakk 25 bjóra á dag Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:15 Jóannes Bjartalíð í landsleik gegn Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja fyrir Færeyjar. Getty/Adam Nurkiewicz Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt. Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt.
Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira