Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 09:31 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild í fyrra, í fyrstu tilraun. Stöð 2 Sport Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16