Vorið vaknar: Randver í Mínígarðinum og Dagur B. á Röntgen Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. mars 2024 13:01 Randver og Dagur voru meðal þeirra sem nutu lífsins síðustu helgi. Eftir enn annan langan íslenskan vetur er loksins vor í lofti. Það sést á mannlífinu því hlutirnir eru aftur farnir að gerast og skemmtilegt fólk skemmtir sér úti um allt land langt fram á nætur. Þannig létu sjálf forsetahjónin þau Guðni og Eliza sig meðal annars ekki vanta í Hörpunni um helgina. Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður. Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður.
Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02
Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“