Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 10:53 Andrés Jónsson almannatengill spáði í forsetakosningarnar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Vísir/Einar Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira