Mælir ekki með þessu Árni Sæberg skrifar 12. mars 2024 09:17 Hera Björk á sviði á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk segir síðustu daga, frá því að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins, hafa verið ansi skrýtna og erfiða. Verst hafi verið að fá skilaboð frá fólki sem greinilega eigi bágt. Hera Björk hefur mikið verið á milli tannanna á fólki eftir að hún bar sigur úr býtum í einvíginu umdeilda gegn Bashar Murad og varð þannig fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Talsverður fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraela. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær það ætli að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. Hera Björk mætti í Bítið á Bylgjunni til þess að ræða málið. Samasemmerkið sem þurfti að hrópa að Hún segir að síðustu dagar hafi verið skrýtnir, erfiðir, lærdómsríkir og opinberandi. „Ég er búin að sjá hvernig hlutirnir geta orðið þegar maður síst á von á og hvernig fólk í kringum manninn bregst við og þéttir raðirnar. Lítur upp úr símanum og tekur kvöldmatinn með manni. Það eru búnir að vera alls konar hlutir sem er búið að vera fallegt að fylgjast með en um leið erfitt að fylgjast með reiðinni og óttanum sem er virðist vera undirliggjandi.“ Hún hafi verið samasemmerkið sem þurfti að hrópa að og það sé í góðu lagi. „Ég hef alveg bein og bak í þetta.“ Gat ekki tekið sigurinn inn almennilega Hera Björk segir að tilfinningin hafi verið blendin þegar nafn hennar var lesið upp að lokinni atkvæðagreiðslunni umtöluðu. „Tilfinningin var blendin. Um leið og hún var stórkostleg þá var víbrasjónin í umhverfinu þannig að ég tók þetta ekki alveg inn. Ég þorði ekki alveg alla leið. Maður finnur það alveg að það eru sterkar og miklar tilfinningar komnar upp á yfirborðið. Sem er kannski bara gott, kannski þurftum við bara að fá þetta allt út. Er þetta ekki svolítið eins og Reykjanesið? Það þarf að opna sig, losa, lokast aftur og róast.“ Sigurgleðin hafi verið ógurlega mikil þegar hún vann Söngvakeppnina árið 2010 og hún hafi getað lifað á henni lengi. Mælir ekki með þessu fyrir nokkurn mann Hera Björk segist ekki hafa gerst grein fyrir því þegar hún vann hversu óvægin umræða daganna á eftir yrði. Enda hefði hún aldrei verið í þessum sporum áður og nú hefði hún samkennd með ráðamönnum þjóðarinnar, sem væru í hennar sporum dags daglega. „Ég mæli ekki með þessu og vil þetta ekki nokkrum manni eða konu.“ Verst að fá einkaskilaboð Hún segir að hún hafi af og til leyft sér að kíkja á samfélagsmiðla til þess að fylgjast með umræðunni um sig og ákvörðun hennar og RÚV um að fara til Svíþjóðar. Hún sé með breitt bak og opinbera umræðan fái ekki sérstaklega á hana. „Ég get alveg sagt ykkur það að ljótasta hliðin á þessu eða erfiðasta hliðin er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð.“ Sum skilaboðin séu einhvers konar hópskilaboð, sem hafi verið kurteisisleg og mörg hver alveg eins. Þrýst hafi verið á hana að fara ekki út. „En önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá og þegar. Það var greinilegt að þar vantar eitthvað mikið upp á að upplýsa og hlúa að þeim einstaklingum, því það var þannig myndefni og þannig ljót skilaboð.“ Viðtal við Heru má heyra í spilaranum hér að neðan í heild sinni: Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Bítið Tengdar fréttir „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hera Björk hefur mikið verið á milli tannanna á fólki eftir að hún bar sigur úr býtum í einvíginu umdeilda gegn Bashar Murad og varð þannig fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Talsverður fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraela. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær það ætli að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. Hera Björk mætti í Bítið á Bylgjunni til þess að ræða málið. Samasemmerkið sem þurfti að hrópa að Hún segir að síðustu dagar hafi verið skrýtnir, erfiðir, lærdómsríkir og opinberandi. „Ég er búin að sjá hvernig hlutirnir geta orðið þegar maður síst á von á og hvernig fólk í kringum manninn bregst við og þéttir raðirnar. Lítur upp úr símanum og tekur kvöldmatinn með manni. Það eru búnir að vera alls konar hlutir sem er búið að vera fallegt að fylgjast með en um leið erfitt að fylgjast með reiðinni og óttanum sem er virðist vera undirliggjandi.“ Hún hafi verið samasemmerkið sem þurfti að hrópa að og það sé í góðu lagi. „Ég hef alveg bein og bak í þetta.“ Gat ekki tekið sigurinn inn almennilega Hera Björk segir að tilfinningin hafi verið blendin þegar nafn hennar var lesið upp að lokinni atkvæðagreiðslunni umtöluðu. „Tilfinningin var blendin. Um leið og hún var stórkostleg þá var víbrasjónin í umhverfinu þannig að ég tók þetta ekki alveg inn. Ég þorði ekki alveg alla leið. Maður finnur það alveg að það eru sterkar og miklar tilfinningar komnar upp á yfirborðið. Sem er kannski bara gott, kannski þurftum við bara að fá þetta allt út. Er þetta ekki svolítið eins og Reykjanesið? Það þarf að opna sig, losa, lokast aftur og róast.“ Sigurgleðin hafi verið ógurlega mikil þegar hún vann Söngvakeppnina árið 2010 og hún hafi getað lifað á henni lengi. Mælir ekki með þessu fyrir nokkurn mann Hera Björk segist ekki hafa gerst grein fyrir því þegar hún vann hversu óvægin umræða daganna á eftir yrði. Enda hefði hún aldrei verið í þessum sporum áður og nú hefði hún samkennd með ráðamönnum þjóðarinnar, sem væru í hennar sporum dags daglega. „Ég mæli ekki með þessu og vil þetta ekki nokkrum manni eða konu.“ Verst að fá einkaskilaboð Hún segir að hún hafi af og til leyft sér að kíkja á samfélagsmiðla til þess að fylgjast með umræðunni um sig og ákvörðun hennar og RÚV um að fara til Svíþjóðar. Hún sé með breitt bak og opinbera umræðan fái ekki sérstaklega á hana. „Ég get alveg sagt ykkur það að ljótasta hliðin á þessu eða erfiðasta hliðin er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð.“ Sum skilaboðin séu einhvers konar hópskilaboð, sem hafi verið kurteisisleg og mörg hver alveg eins. Þrýst hafi verið á hana að fara ekki út. „En önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá og þegar. Það var greinilegt að þar vantar eitthvað mikið upp á að upplýsa og hlúa að þeim einstaklingum, því það var þannig myndefni og þannig ljót skilaboð.“ Viðtal við Heru má heyra í spilaranum hér að neðan í heild sinni:
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Bítið Tengdar fréttir „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“