„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2024 08:00 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem nú hefur eignast lítinn bróður. VÍSIR/VILHELM Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“ Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira