Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 15:30 Jack Albion (t.h.) komst á völlinn þrátt fyrir árásina. Mynd/Twitter Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024 Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024
Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01
Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00