Mascherano um viðræður við Messi: Ekki auðvelt fyrir hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 13:00 Javier Mascherano talar við Lionel Messi þegar þeir léku saman á HM í Rússlandi 2018. Getty/Chris Brunskill Javier Mascherano, þjálfari Ólympíuliðs Argentínumanna, segist hafa rætt við Lionel Messi um að Messi spili með liðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira