Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Aron Guðmundsson skrifar 3. mars 2024 10:00 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. „Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira