Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2024 10:32 Fjölskyldan í Freetown ásamt tökuliðinu. Efst frá vinstri: Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður, Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs, Henry Alexander Henrysson heimspekingur. Neðri röð frá vinstri: Henry Benedikt Henrysson, Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og Emma Karen Henrysdóttir. „Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira