Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 13:26 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leysti gátuna í nóvember 2020. Rúmum þremur árum síðar er gátan aftur farin á flug. Vísir/Vilhelm Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín. Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín.
Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira