Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2024 23:32 Rapparinn Ye fékk nokkra vel valda stuðningsmenn Inter til að syngja inn á nýjustu plötuna sína, Vultures1. Hann var svo mættur á leik liðsins gegn Atlético Madrid í kvöld. Hvort hann hafi séð leikinn vel með þessa grímu skal látið ósagt. Stefano Guidi/Getty Images Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55