KSÍ tapaði 126 milljónum króna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2024 23:30 Rekstrarniðurstaða KSÍ er tap sem nemur 126 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér. KSÍ Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér.
KSÍ Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira