Grunur um hagræðingu úrslita í æfingarleik hjá Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby Boldklub. Hann spilaði í 75 mínútur í leiknum sem um ræðir. Getty/Lars Ronbog Hagræðing úrslita er því miður vandamál í íþróttakappleikjum í dag og þetta virðist vera farið að teygja sig inn í æfingarleikina líka. Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024 Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024
Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira