Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:43 Samnefndur lýðskóli er starfandi á Seyðisfirði, þar sem hátíðin hefur farið fram. Vísir/Vilhelm Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29
LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01