Nígería í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 19:52 Victor Osimhen og félagar hans eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar. Vísir/Getty Nígería er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir dramatískan sigur á Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem Nígería kemst í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira