Yfirmaður fótboltamála hjá UEFA segir af sér og gagnrýnir forsetann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 11:30 Zvonimir Boban hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Aleksanders Ceferin, forseta UEFA. Getty/Lukas Schulze Zvonimir Boban, fyrrum stórstjarna AC Milan, hefur sagt af sér sem yfirmaður fótboltamála hjá UEFA og hann vandar forsetanum Aleksander Ceferin ekki kveðjurnar. UEFA hefur staðfest afsögn Boban en hann skrifaði bréf þar sem hann fer yfir það af hverju hann tók þessa dramatísku ákvörðun. Today, we announce the departure of Zvonimir Boban from the organisation by mutual agreement.We extend our gratitude for his dedicated service and wish him the best of luck in his future career endeavours.Full statement: — UEFA (@UEFA) January 25, 2024 Í bréfinu setur Boban meðal annars fram harða gagnrýni á Ceferin, forseta UEFA, og ekki síst á það frumvarp hans um að gefa Ceferin sjálfum tækifæri til að ríkja lengur en í tólf ár. Tólf ár hafa hingað til verið hámarkstími forseta evrópska fótboltasambandsins. „Ég er mjög leiður og hryggur yfir því að þurfa að yfirgefa UEFA en ég átti enga aðra mögulega,“ skrifaði Zvonimir Boban í bréfinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Boban er 55 ára og varð í apríl árið 2021 sá fyrsti í sögunni til að verða yfirmaður fótboltamála hjá UEFA. Boban fer yfir það í bréfinu að það séu bæði laga og siðferðileg vandamál sem koma fram í frumvarpi forsetans. Hann hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Ceferin. Boban telur líka að Ceferin muni þvinga frumvarpinu í gegn til að ná sínum persónulegu markmiðum. Boban var stórt nafn í fótboltanum á sínum tíma og spilaði bæði fyrir Júgóslavíu og Krótaíu á stórmóti. Hann var leikmaður AC Milan frá 1991 til 2001. Crisis brewing at UEFA - Zvonimir Boban quits as chief football officer in protest at law changes that would see president Aleksander Ceferin exempt from term limits. Follows opposition to the move by England s David Gill pic.twitter.com/yN07pI375o— Martyn Ziegler (@martynziegler) January 25, 2024 UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
UEFA hefur staðfest afsögn Boban en hann skrifaði bréf þar sem hann fer yfir það af hverju hann tók þessa dramatísku ákvörðun. Today, we announce the departure of Zvonimir Boban from the organisation by mutual agreement.We extend our gratitude for his dedicated service and wish him the best of luck in his future career endeavours.Full statement: — UEFA (@UEFA) January 25, 2024 Í bréfinu setur Boban meðal annars fram harða gagnrýni á Ceferin, forseta UEFA, og ekki síst á það frumvarp hans um að gefa Ceferin sjálfum tækifæri til að ríkja lengur en í tólf ár. Tólf ár hafa hingað til verið hámarkstími forseta evrópska fótboltasambandsins. „Ég er mjög leiður og hryggur yfir því að þurfa að yfirgefa UEFA en ég átti enga aðra mögulega,“ skrifaði Zvonimir Boban í bréfinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Boban er 55 ára og varð í apríl árið 2021 sá fyrsti í sögunni til að verða yfirmaður fótboltamála hjá UEFA. Boban fer yfir það í bréfinu að það séu bæði laga og siðferðileg vandamál sem koma fram í frumvarpi forsetans. Hann hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Ceferin. Boban telur líka að Ceferin muni þvinga frumvarpinu í gegn til að ná sínum persónulegu markmiðum. Boban var stórt nafn í fótboltanum á sínum tíma og spilaði bæði fyrir Júgóslavíu og Krótaíu á stórmóti. Hann var leikmaður AC Milan frá 1991 til 2001. Crisis brewing at UEFA - Zvonimir Boban quits as chief football officer in protest at law changes that would see president Aleksander Ceferin exempt from term limits. Follows opposition to the move by England s David Gill pic.twitter.com/yN07pI375o— Martyn Ziegler (@martynziegler) January 25, 2024
UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira