„Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana“ Snorri Már Vagnsson skrifar 24. janúar 2024 13:00 Jón Þór og Tómas hafa slegið í gegn með Fragginu, en hlaðvarpið var í öðru sæti yfir þau vinsælustu á landinu. Jón Þór Ísfeld Hermannsson og Tómas Jóhannsson standa fyrir hlaðvarpinu Fraggið, þar sem farið er yfir málin í tölvuleiknum Counter-Strike. Jón Þór og Tómas, eða Tommi, hafa þekkst lengi. Þeir stofnuðu lið í Counter-Strike árið 2014 og fóru strax að feta sig áfram í senunni. Tommi lýsti LAN-keppnum í leiknum og dró Jón með sér í að lýsa leikjum sem sýndir voru á netinu. Hugmyndina um hlaðvarp segja strákarnir hafa verið lengi viðloðna við þá, en strákarnir vildu báðir gera eitthvað efni á íslensku fyrir Counter-Strike. Tommi var með þátt sem heitir Sögur úr CS, en þá hitti hann leikmenn leiksins og spjallaði við þá um hann. „Það var í rauninni ekkert content að koma á íslensku, nema þátturinn hans Tomma,“ sagði Jón Þór. Jón Þór og Tómas hafa séð um að lýsa Ljósleiðaradeildinni í vetur og eru CS-áhangendum því kunnugir. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana" Eftir að hafa lýst tímabilinu sem nú er í gangi í Ljósleiðaradeildinni ákváðu strákarnir að láta til sín taka og hófu upptökur á Fragginu, en strákunum fannst mikið pláss vera fyrir hlaðvarp af þessu tagi, enda margir Íslendingar sem hafa áhuga á Counter-Strike á Íslandi. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana,“ segir Tommi. Fyrsti þátturinn af Fragginu kom út þann 22. desember síðastliðinn. Strákarnir fundu strax fyrir miklum áhuga frá CS-samfélaginu, bæði gagnrýni og hvatningu til að halda áfram. Margir hafa lýst yfir áhuga við strákana um að koma í þáttinn að spjalla sem gestir. Aðspurður segir Jón Þór að það sé ekki erfitt að finna efni til að tala um í nýjum þáttum. „CS er alltaf að breytast, og mennirnir með,“ segir Jón Þór. Fraggið fór vel af stað hjá strákunum, en hlaðvarpið komst í annað sæti Spotify yfir vinsælustu hlaðvörp hérlendis. Tommi segir þetta sýna augljósan áhuga landsmanna til að fylgjast með, hvort heldur sem þau fylgist með Ljósleiðaradeildinni eða séu bara CS-spilarar. „Þátturinn er í grunninn um CS með áherslu á íslenskan CS. Ef þú fylgist með leiknum, íslenskum deildum eða útslenskum, þá muntu heyra stóru fréttirnar hjá okkur,“ segir Tommi. Hlaðvarpið Fraggið má finna á Spotify. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn
Jón Þór og Tómas, eða Tommi, hafa þekkst lengi. Þeir stofnuðu lið í Counter-Strike árið 2014 og fóru strax að feta sig áfram í senunni. Tommi lýsti LAN-keppnum í leiknum og dró Jón með sér í að lýsa leikjum sem sýndir voru á netinu. Hugmyndina um hlaðvarp segja strákarnir hafa verið lengi viðloðna við þá, en strákarnir vildu báðir gera eitthvað efni á íslensku fyrir Counter-Strike. Tommi var með þátt sem heitir Sögur úr CS, en þá hitti hann leikmenn leiksins og spjallaði við þá um hann. „Það var í rauninni ekkert content að koma á íslensku, nema þátturinn hans Tomma,“ sagði Jón Þór. Jón Þór og Tómas hafa séð um að lýsa Ljósleiðaradeildinni í vetur og eru CS-áhangendum því kunnugir. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana" Eftir að hafa lýst tímabilinu sem nú er í gangi í Ljósleiðaradeildinni ákváðu strákarnir að láta til sín taka og hófu upptökur á Fragginu, en strákunum fannst mikið pláss vera fyrir hlaðvarp af þessu tagi, enda margir Íslendingar sem hafa áhuga á Counter-Strike á Íslandi. „Það er alveg þörf á þessu fyrir nördana,“ segir Tommi. Fyrsti þátturinn af Fragginu kom út þann 22. desember síðastliðinn. Strákarnir fundu strax fyrir miklum áhuga frá CS-samfélaginu, bæði gagnrýni og hvatningu til að halda áfram. Margir hafa lýst yfir áhuga við strákana um að koma í þáttinn að spjalla sem gestir. Aðspurður segir Jón Þór að það sé ekki erfitt að finna efni til að tala um í nýjum þáttum. „CS er alltaf að breytast, og mennirnir með,“ segir Jón Þór. Fraggið fór vel af stað hjá strákunum, en hlaðvarpið komst í annað sæti Spotify yfir vinsælustu hlaðvörp hérlendis. Tommi segir þetta sýna augljósan áhuga landsmanna til að fylgjast með, hvort heldur sem þau fylgist með Ljósleiðaradeildinni eða séu bara CS-spilarar. „Þátturinn er í grunninn um CS með áherslu á íslenskan CS. Ef þú fylgist með leiknum, íslenskum deildum eða útslenskum, þá muntu heyra stóru fréttirnar hjá okkur,“ segir Tommi. Hlaðvarpið Fraggið má finna á Spotify.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn