„Ég get þetta ekki lengur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Inga er edrú í dag eftir mikla baráttu við fíkn. „Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan. Í dag berst Inga fyrir málefnum heimilislausra og vímuefnanotenda, með eigin reynslu að vopni. Í síðasta þætti af Fólk eins og við fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast hefðbundnu lífi Ingu í dag, hvernig það var á götunni, og hvað skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Þættirnir Fólk eins og við eru fjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum. Á Íslandi eru nokkur hundruð manns heimilislausir. En hvers konar fólk er þetta? Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast einni heimilislausri manneskju í hverjum þætti. Magneu, Ingu, Davíð og Ragnari. Hver af þeim á sína eigin sérstæða sögu, vonir, drauma og þrár. Í þáttunum fylgjumst við með daglegu lífi þeirra og heyrum á ýmsar skoðanir þeirra. Hvað drífur hvern og einn áfram, í ómanneskjulegri lífsbaráttu götunnar? „Þarna kom í fyrsta skipti tilhugsunin að taka til í öllum sem ég var búin að gera, bæta samskiptin við fólkið mitt og vinna að heilbrigðu lífi,“ Inga sem er edrú í dag. „Þarna vissi ég að það var bara að verða edrú eða bara deyja. Í dag er ég eiginlega bara í móðurhlutverkinu. Ég á eina tíu ára stelpu og svo var að bætast við einn strákur fyrir sex vikum, það er svona það helsta sem ég er að gera núna. Þetta gengur betur en ég þorði að vona. Ég er smá þreytt en að öðru leyti bara gott mál,“ segir Inga. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins af Fólk eins og við. Hægt er að horfa á þáttinn á Stöð 2+ eða í neðst í fréttinni. Klippa: Ég get þetta ekki lengur Bæði getað hitt dóttur sína og ekki Inga segir í þættinum frá því að í dag sé hún tveggja barna móðir. Eigi tíu ára gamla stelpu og nýfæddan dreng. Hún segir hafa gengið í gegnum margt með dóttur sinni á meðan hún hafi verið í neyslu. „Ég hef átt mjög mörg tímabil í neyslu í sambandi við dóttur mína og barnavernd og hvað ég hef fengið að gera og hvað ég hef ekki fengið að gera,“ segir Inga. „Ég hef búið á heimilinu og verið í neyslu og svo hef ég fengið að umgangast hana eitthvað á meðan ég hef verið í neyslu og svo hefur líka staðan verið þannig að hún bjó fyrir norðan og ég mátti ekki koma inn í bæjarfélagið. Þannig ég hef einhvernveginn farið allan skalann með þetta.“ Hún segist bæði hafa verið á þeim stað að það hafi verið dýrmætt fyrir hana á meðan hún var í neyslu að fá að hitta dóttur sína og á þeim stað að það hafi ýtt henni frekar í neyslu. „Ég hef svo oft fengið í andlitið: Hvernig geturðu gert dóttur þinni þetta, hvernig gastu farið frá henni, hvað meinarðu, hvernig geturðu ekki verið edrú fyrir barnið þitt og þetta, sem eitt og sér sýnir rosalega mikið skilningsleysi,“ segir Inga. „Það er rosalega mikil fáfræði að halda virkilega að ég sé frekar til í að vera í Konukoti að sprauta mig heldur en að vera heima með barninu mínu. Ef þú setur þetta svona upp þá bara meikar þetta ekki sense á neinu leveli. Ég fatta alveg að fólk skilur þetta ekki sem hefur ekki verið þarna en það er ótrúlega sárt samt að vera á þeim stað að ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að yfirgefa barnið mitt, ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að særa hana og ég er búin að valda henni skaða og ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að svíkja hlutverkið sem ég tók að mér þegar ég fæddi þessa stelpu.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: Fólk eins og við Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Í dag berst Inga fyrir málefnum heimilislausra og vímuefnanotenda, með eigin reynslu að vopni. Í síðasta þætti af Fólk eins og við fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast hefðbundnu lífi Ingu í dag, hvernig það var á götunni, og hvað skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Þættirnir Fólk eins og við eru fjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum. Á Íslandi eru nokkur hundruð manns heimilislausir. En hvers konar fólk er þetta? Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast einni heimilislausri manneskju í hverjum þætti. Magneu, Ingu, Davíð og Ragnari. Hver af þeim á sína eigin sérstæða sögu, vonir, drauma og þrár. Í þáttunum fylgjumst við með daglegu lífi þeirra og heyrum á ýmsar skoðanir þeirra. Hvað drífur hvern og einn áfram, í ómanneskjulegri lífsbaráttu götunnar? „Þarna kom í fyrsta skipti tilhugsunin að taka til í öllum sem ég var búin að gera, bæta samskiptin við fólkið mitt og vinna að heilbrigðu lífi,“ Inga sem er edrú í dag. „Þarna vissi ég að það var bara að verða edrú eða bara deyja. Í dag er ég eiginlega bara í móðurhlutverkinu. Ég á eina tíu ára stelpu og svo var að bætast við einn strákur fyrir sex vikum, það er svona það helsta sem ég er að gera núna. Þetta gengur betur en ég þorði að vona. Ég er smá þreytt en að öðru leyti bara gott mál,“ segir Inga. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins af Fólk eins og við. Hægt er að horfa á þáttinn á Stöð 2+ eða í neðst í fréttinni. Klippa: Ég get þetta ekki lengur Bæði getað hitt dóttur sína og ekki Inga segir í þættinum frá því að í dag sé hún tveggja barna móðir. Eigi tíu ára gamla stelpu og nýfæddan dreng. Hún segir hafa gengið í gegnum margt með dóttur sinni á meðan hún hafi verið í neyslu. „Ég hef átt mjög mörg tímabil í neyslu í sambandi við dóttur mína og barnavernd og hvað ég hef fengið að gera og hvað ég hef ekki fengið að gera,“ segir Inga. „Ég hef búið á heimilinu og verið í neyslu og svo hef ég fengið að umgangast hana eitthvað á meðan ég hef verið í neyslu og svo hefur líka staðan verið þannig að hún bjó fyrir norðan og ég mátti ekki koma inn í bæjarfélagið. Þannig ég hef einhvernveginn farið allan skalann með þetta.“ Hún segist bæði hafa verið á þeim stað að það hafi verið dýrmætt fyrir hana á meðan hún var í neyslu að fá að hitta dóttur sína og á þeim stað að það hafi ýtt henni frekar í neyslu. „Ég hef svo oft fengið í andlitið: Hvernig geturðu gert dóttur þinni þetta, hvernig gastu farið frá henni, hvað meinarðu, hvernig geturðu ekki verið edrú fyrir barnið þitt og þetta, sem eitt og sér sýnir rosalega mikið skilningsleysi,“ segir Inga. „Það er rosalega mikil fáfræði að halda virkilega að ég sé frekar til í að vera í Konukoti að sprauta mig heldur en að vera heima með barninu mínu. Ef þú setur þetta svona upp þá bara meikar þetta ekki sense á neinu leveli. Ég fatta alveg að fólk skilur þetta ekki sem hefur ekki verið þarna en það er ótrúlega sárt samt að vera á þeim stað að ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að yfirgefa barnið mitt, ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að særa hana og ég er búin að valda henni skaða og ég er ótrúlega meðvituð um það að ég er búin að svíkja hlutverkið sem ég tók að mér þegar ég fæddi þessa stelpu.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:
Fólk eins og við Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“