Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2024 07:01 Í þættinum verða áhorfendur vitni að því þegar þeim félögum Valdimar og Ingva er komið á óvart í miðju viðtali, þegar bjargvættur þeirra, Benóný kemur inn í salinn. vísir ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. Þeir urðu að láta fyrir berast í miskunnarlausum öldum Atlantshafsins innan um gáma, brak og svartolíu í þeirri von að þeim yrði bjargað. Tveir menn fórust í slysinu. Þegar talið var að búið væri að bjarga öllum sem voru á lífi – og þyrlan lögð af stað til Íslands - uppgötvaðist að einn af mönnunum, Ingvi Hallgrímsson hafði verið skilinn einn eftir í Atlantshafinu. Þá upphófst taugastríð og kapphlaup við tímann um að reyna að finna og bjarga Ingva. Vanmáttugur gagnvart náttúruöflunum Útkall eru nýir þættir á Vísi sem byggðir eru á metsölubókum Óttars Sveinssonar. Fyrsti þátturinn af átta var frumsýndur síðastliðinn sunnudag en þar ræðir Óttar við tvo af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, þá Ingva Hallgrímsson og Valdimar Sigþórsson og einnig við Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði þeim. Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilarnum hér fyrir neðan, þess má geta að hann verður einnig sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 í kvöld. „Ég skil ekki ennþá hvað ég fór marga metra, tugi metra niður í sjóinn. Það var svo hrikalegur kraftur í þessu, að það „víbruðu“ á mér kinnarnar. Ég einhvern veginn uppgötva það að eftir því sem víbringurinn minnkaði í kinnunum á mér þá væri að hægja á. Svo stoppaði það og svo fór ég að síga hægt upp,“ rifjar Valdimar upp í þættinum. Í þættinum lýsir Valdimar meðal annars yfirnáttúrulegri upplifun sem hann varð fyrir á meðan hann var ofan í sjónum og barðist fyrir lífi sínu. Hann rifjar einnig upp magnaða og yfirnáttúrulega reynslu sem hann varð fyrir í sjónum. „Það greip mig alveg rosaleg hræðsla. Þetta er nú svona þrætuefni á meðal sjómanna; þessi trú á eitthvað æðra manni sjálfum. En þarna fer ég einhvern veginn að spá í þetta og ákalla í huganum æðri mátt. Og einhvern veginn í þessu öllu er mér litið upp og ég sé látna ömmu mína. Það var rosalega falleg mynd, hún var í hvítum kufli, dökkhærð og falleg kona. Hún var með krosslagðar hendur og hún horfir á mig." „ Það var svo merkilegt í þessu að það hvarf allt sem hét hræðsla og annað, og ég varð rosalega rólegur." Valdimar segir einnig að á þessari stundu hafi hann upplifað hversu vanmáttugur hann var gagnvart náttúruöflunum. „Alla tíð síðan að þetta var, árið 1997, þá fór ég að bera rosalega mikla virðingu fyrir Ægir. Strákarnir um borð héldu stundum að ég væri klikkaður, ég sat kannski frammi á polla í góðu veðri á leiðinni heim, stoppaði og fékk mér sígarettu, horfði út á hafið og talaði við Ægir. Þetta hafði ég aldrei gert. Ég bar aldrei virðingu fyrir sjónum og hugsaði aldrei út í hafið. Þetta var bara haf. Búið.“ Skipverjarnir náðu að krækja sig saman þar sem þeir voru ofan í sjónum og biðu eftir því að vera bjargað. „Það var svo hvasst og maður heyrði lítið. Við öskruðum okkur á milli hvort það hefði verið kallað á þyrlu. Við vissum það ekkert Við vorum að reyna að halda í vonina,“ segir Valdimar. „Þegar við vorum komnir upp í þyrluna, það var svipað og að koma í himnaríki. Þarna var manni bjargað. Ég var máttlaus, ég var rosalega undirgefinn því afli sem ég veit ekki hvað er. Þetta var rosalegur feginleiki.“ Magnaðir endurfundir Ingvi rifjar einnig upp þegar hann varð eftir í sjónum. „Svo kemur línan til mín og ég tek við henni. Set svo búnaðinn á mig. Svo var lyft en ég sit bara eins og bjáni eftir í sjónum. Það kom einhver smá kippur og svo bara búið. Ég sat bara eftir. Svo héldu þeir áfram að taka úr hópnum og ég fjarlægðist þá og sá þá ekki meir,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir allt hafi hann aldrei orðið skelkaður. Hann hafi alltaf vitað að honum yrði á endanum bjargað. Ingvi segir að þrátt fyrir aðstæðurnar hafi hafi hann aldrei orðið skelkaður. Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri er maðurinn sem bjargaði Ingva úr bráðum lífsháska og í þættinum rifjar hann einnig upp þessa örlagaríku nótt. „Það kom ekkert annað til í stöðunni en að gera allt okkar sem við gætum. Svo ég sagði: „Ókei, við getum ekki leitað að honum, við getum leitað að honum í hámark fjórar til fimm mínútur.“ Í þættinum verða áhorfendur vitni að því þegar þeim félögum Valdimar og Ingva er komið á óvart í miðju viðtali, þegar bjargvættur þeirra, Benóný kemur inn í salinn. Þegar Benóný gengur í salinn rennur upp upp tilfinningaþrungin þakklætisstund. Ingvi og Valdimar faðma Benóný og tár sjást á hvarmi. Það var tilfinningaþrungin stund þegar þeir Ingvi og Valdimar hittu Benóný á ný. „Ég lít á hann sem hálfgerðan Guð. Það sem þessir englar gerðu fyrir okkur – það var bara kraftaverk. Þessi maður sem var við stjórnina þarna gerði hluti sem ekki var hægt að gera,“ segir Valdimar. „Þeir voru að setja sig í hættu þarna. Þeir gerðu örugglega miklu meira en þeir máttu gera. Það er ekki hægt að lýsa þessum mönnum. Þeir eru algjörar hetjur,“ segir Ingvi. Útkall Landhelgisgæslan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. Þeir urðu að láta fyrir berast í miskunnarlausum öldum Atlantshafsins innan um gáma, brak og svartolíu í þeirri von að þeim yrði bjargað. Tveir menn fórust í slysinu. Þegar talið var að búið væri að bjarga öllum sem voru á lífi – og þyrlan lögð af stað til Íslands - uppgötvaðist að einn af mönnunum, Ingvi Hallgrímsson hafði verið skilinn einn eftir í Atlantshafinu. Þá upphófst taugastríð og kapphlaup við tímann um að reyna að finna og bjarga Ingva. Vanmáttugur gagnvart náttúruöflunum Útkall eru nýir þættir á Vísi sem byggðir eru á metsölubókum Óttars Sveinssonar. Fyrsti þátturinn af átta var frumsýndur síðastliðinn sunnudag en þar ræðir Óttar við tvo af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, þá Ingva Hallgrímsson og Valdimar Sigþórsson og einnig við Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði þeim. Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilarnum hér fyrir neðan, þess má geta að hann verður einnig sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 í kvöld. „Ég skil ekki ennþá hvað ég fór marga metra, tugi metra niður í sjóinn. Það var svo hrikalegur kraftur í þessu, að það „víbruðu“ á mér kinnarnar. Ég einhvern veginn uppgötva það að eftir því sem víbringurinn minnkaði í kinnunum á mér þá væri að hægja á. Svo stoppaði það og svo fór ég að síga hægt upp,“ rifjar Valdimar upp í þættinum. Í þættinum lýsir Valdimar meðal annars yfirnáttúrulegri upplifun sem hann varð fyrir á meðan hann var ofan í sjónum og barðist fyrir lífi sínu. Hann rifjar einnig upp magnaða og yfirnáttúrulega reynslu sem hann varð fyrir í sjónum. „Það greip mig alveg rosaleg hræðsla. Þetta er nú svona þrætuefni á meðal sjómanna; þessi trú á eitthvað æðra manni sjálfum. En þarna fer ég einhvern veginn að spá í þetta og ákalla í huganum æðri mátt. Og einhvern veginn í þessu öllu er mér litið upp og ég sé látna ömmu mína. Það var rosalega falleg mynd, hún var í hvítum kufli, dökkhærð og falleg kona. Hún var með krosslagðar hendur og hún horfir á mig." „ Það var svo merkilegt í þessu að það hvarf allt sem hét hræðsla og annað, og ég varð rosalega rólegur." Valdimar segir einnig að á þessari stundu hafi hann upplifað hversu vanmáttugur hann var gagnvart náttúruöflunum. „Alla tíð síðan að þetta var, árið 1997, þá fór ég að bera rosalega mikla virðingu fyrir Ægir. Strákarnir um borð héldu stundum að ég væri klikkaður, ég sat kannski frammi á polla í góðu veðri á leiðinni heim, stoppaði og fékk mér sígarettu, horfði út á hafið og talaði við Ægir. Þetta hafði ég aldrei gert. Ég bar aldrei virðingu fyrir sjónum og hugsaði aldrei út í hafið. Þetta var bara haf. Búið.“ Skipverjarnir náðu að krækja sig saman þar sem þeir voru ofan í sjónum og biðu eftir því að vera bjargað. „Það var svo hvasst og maður heyrði lítið. Við öskruðum okkur á milli hvort það hefði verið kallað á þyrlu. Við vissum það ekkert Við vorum að reyna að halda í vonina,“ segir Valdimar. „Þegar við vorum komnir upp í þyrluna, það var svipað og að koma í himnaríki. Þarna var manni bjargað. Ég var máttlaus, ég var rosalega undirgefinn því afli sem ég veit ekki hvað er. Þetta var rosalegur feginleiki.“ Magnaðir endurfundir Ingvi rifjar einnig upp þegar hann varð eftir í sjónum. „Svo kemur línan til mín og ég tek við henni. Set svo búnaðinn á mig. Svo var lyft en ég sit bara eins og bjáni eftir í sjónum. Það kom einhver smá kippur og svo bara búið. Ég sat bara eftir. Svo héldu þeir áfram að taka úr hópnum og ég fjarlægðist þá og sá þá ekki meir,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir allt hafi hann aldrei orðið skelkaður. Hann hafi alltaf vitað að honum yrði á endanum bjargað. Ingvi segir að þrátt fyrir aðstæðurnar hafi hafi hann aldrei orðið skelkaður. Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri er maðurinn sem bjargaði Ingva úr bráðum lífsháska og í þættinum rifjar hann einnig upp þessa örlagaríku nótt. „Það kom ekkert annað til í stöðunni en að gera allt okkar sem við gætum. Svo ég sagði: „Ókei, við getum ekki leitað að honum, við getum leitað að honum í hámark fjórar til fimm mínútur.“ Í þættinum verða áhorfendur vitni að því þegar þeim félögum Valdimar og Ingva er komið á óvart í miðju viðtali, þegar bjargvættur þeirra, Benóný kemur inn í salinn. Þegar Benóný gengur í salinn rennur upp upp tilfinningaþrungin þakklætisstund. Ingvi og Valdimar faðma Benóný og tár sjást á hvarmi. Það var tilfinningaþrungin stund þegar þeir Ingvi og Valdimar hittu Benóný á ný. „Ég lít á hann sem hálfgerðan Guð. Það sem þessir englar gerðu fyrir okkur – það var bara kraftaverk. Þessi maður sem var við stjórnina þarna gerði hluti sem ekki var hægt að gera,“ segir Valdimar. „Þeir voru að setja sig í hættu þarna. Þeir gerðu örugglega miklu meira en þeir máttu gera. Það er ekki hægt að lýsa þessum mönnum. Þeir eru algjörar hetjur,“ segir Ingvi.
Útkall Landhelgisgæslan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira