Framtíð Gylfa ráðist í vor Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Lyngby í haust eftir afar langa fjarveru frá fótbolta. Getty/Lars Ronbog Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby ætla ekki að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu fyrr en í vor. Það mun sömuleiðis vera hans vilji. Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira
Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira
Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44