Sancho gæti snúið aftur til Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 06:39 Jadon Sancho gæti snúið aftur til Dortmund á láni. Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, geti snúið aftur til Borussia Dortmund á láni áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok janúar. Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira