„Tæknin er ekki nægilega góð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 22:44 Arteta einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“ Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18